Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Borðaðu hollan mat í félagsskap annarra

    Það að nærast er ein af grunnþörfum lífsins. Líðan okkar stendur í nánum tengslum við mataræði. Borðaðu þrjár aðalmáltíðir á dag og tvo til þrjá millibita. Ef þú borðar of sjaldan yfir daginn aukast líkurnar á því að þú borðir yfir þig á kvöldin. Það er einnig mikilvægt að njóta matarins, gefa sér tíma til að borða hann. Íslendingar borða oft og tíðum of hratt. Máltíðir hafa í gegnum tíðina endurspeglað félagslega athöfn þar sem fólk upplifir mennsku sína. Það að deila máltíð með öðrum getur fært þér lífshamingju. Einbeittu þér að matnum og félagsskapnum. Drekktu í þig stemninguna og finndu þá afslöppun sem kemur í kjölfarið.

    17. febrúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti