G Vítamín
Geðhjálp

Það að nærast er ein af grunnþörfum lífsins. Líðan okkar stendur í nánum tengslum við mataræði. Borðaðu þrjár aðalmáltíðir á dag og tvo til þrjá millibita. Ef þú borðar of sjaldan yfir daginn aukast líkurnar á því að þú borðir yfir þig á kvöldin. Það er einnig mikilvægt að njóta matarins, gefa sér tíma til að borða hann. Íslendingar borða oft og tíðum of hratt. Máltíðir hafa í gegnum tíðina endurspeglað félagslega athöfn þar sem fólk upplifir mennsku sína. Það að deila máltíð með öðrum getur fært þér lífshamingju. Einbeittu þér að matnum og félagsskapnum. Drekktu í þig stemninguna og finndu þá afslöppun sem kemur í kjölfarið.