G Vítamín
Geðhjálp

Það var ekki að ástæðulausu að viska Einars Benediktssonar greyptist í hjarta þjóðarinnar: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.“ Brosið er margvottað undrameðal. Brostu framan í spegilinn og segðu eitthvað fallegt og uppörvandi við sjálfa(n) þig og þér mun líða betur. Ef þú temur þér að brosa reglulega við sjálfum/sjálfri þér muntu eiga auðveldara með að tileinka þér umburðarlyndi gagnvart þér og öðrum. Það sakar ekki að prófa!