Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Brostu framan í spegilinn

    Það var ekki að ástæðulausu að viska Einars Benediktssonar greyptist í hjarta þjóðarinnar: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.“ Brosið er margvottað undrameðal. Brostu framan í spegilinn og segðu eitthvað fallegt og uppörvandi við sjálfa(n) þig og þér mun líða betur. Ef þú temur þér að brosa reglulega við sjálfum/sjálfri þér muntu eiga auðveldara með að tileinka þér umburðarlyndi gagnvart þér og öðrum. Það sakar ekki að prófa!

    21. janúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti