Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Drögum andann djúpt, tíu sinnum í röð

    Við öndum allan sólarhringinn allt okkar líf og það skiptir máli hvernig við öndum. Það að draga andann djúpt er forsenda allrar sjálfsræktar og slökunar. Andardráttur okkar er mælikvarði á líðan okkar hverju sinni. Við erum gædd þeim merka hæfileika að geta stýrt honum og þannig verður andardrátturinn að afar gagnlegu tæki í höndum okkar. Prófaðu að brjóta upp daginn með því að anda mjög djúpt tíu sinnum, í hvaða aðstæðum sem er. Þannig hreinsum við huga og líkama af óþarfa aukaefnum.

    14. febrúar, 2025

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti

G vítamín