Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Fagnaðu hækkandi sól

    Fagnaðu hækkandi sól Í nokkrum byggðarlögum á landinu er drukkið sólarkaffi um þessar mundir því sólin sést á ný. Þetta er tíðkað þar sem ekki sést til sólar yfir háveturinn. Réttast væri að sólarkaffi væri drukkið um allt land. Það þarf nefnilega ekki djúpan fjörð eða fjallasali til að mannfólkið sakni þeirrar birtu og hlýju sem sólin gefur. Það er við hæfi að leyfa sér að finna fyrir djúpu þakklæti nú þegar þessi gleðigjafi birtist að nýju.

    27. janúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti