Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Farðu að sofa í sátt
Áður en við sofnum og leggjum upp í ferðalag frá meðvitund að undirmeðvitund draumanna er gott að skilja í sátt við hugsanir og gjörðir dagsins. Taka ekkert með sér. Sumir gera slíkt með skrifum í dagbók. Þar geturðu komið því á framfæri sem ekki náðist að hafa orð á með samtölum þann daginn. Tómur bakpoki eykur líkur á góðum svefni auk þess sem þá er pláss fyrir alla drauma þína þegar þú snýrð til baka.
25. janúar, 2023
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14