Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Farðu og leiktu þér

    Lífið er leikur – það að gleyma sér í leik er öllum hollt auk þess sem það styrkir tengsl þeirra sem leika. Leikurinn þarf ekki að snúast um keppni og sigur – heldur þátttöku og gleði. Lífsgleði. Leikurinn hreyfir við okkur, við erum á tánum, blóðið flæðir og athyglin kemst ekki frá leiknum. Leikurinn færir okkur líf. Við leikum og gleymum okkur. Spilaðu tölvuleik, farðu út í fótbolta, leystu krossgátu eða leiktu þér í barnalauginni með vini þínum. Það bíða þín alltaf leikföng og innri leikgleði. Þú þarft bara að leika þér.

    4. febrúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti