Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Farðu yfir daginn að morgni

    Margir undirbúa daginn að morgni, áður en lagt er af stað, með hugleiðslu eða öndunaræfingum – stilla viðhorf sitt og væntingar. Minntu þig á að dagurinn gæti orðið uppfullur af samskiptum við annað fólk sem getur verið í alls konar standi. Fylltu þig af mildi og gæsku til annarra áður en þú leggur af stað og minntu þig á að öll trén í skóginum eiga rótarkerfið sameiginlegt – sameiginlega mennsku sem liggur undir okkur öllum, tengir okkur. Hana getum við öll ræktað.

    2. febrúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti