G Vítamín
Geðhjálp

Margir undirbúa daginn að morgni, áður en lagt er af stað, með hugleiðslu eða öndunaræfingum – stilla viðhorf sitt og væntingar. Minntu þig á að dagurinn gæti orðið uppfullur af samskiptum við annað fólk sem getur verið í alls konar standi. Fylltu þig af mildi og gæsku til annarra áður en þú leggur af stað og minntu þig á að öll trén í skóginum eiga rótarkerfið sameiginlegt – sameiginlega mennsku sem liggur undir okkur öllum, tengir okkur. Hana getum við öll ræktað.