Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Finndu og ræktaðu hæfileika þína

    Allir búa yfir einhverjum hæfileikum og það er mikilvægt að við leitum að hæfileikum okkar og ræktum þá. Þegar hæfileikar okkar fá að njóta sín vinnum við eftir bestu getu. Við erum öll góð í einhverju. Hvar liggur ástríða þín, hvar fá hæfileikar og geta þín best dafnað? Með því að beina lífsorku þinni að einhverju sem þú ert góð(ur) í og brennur fyrir, öðlast þú hugarró og flæði sem leiða af sér vellíðan. Hvenær nýturðu þín best, í hvaða aðstæðum gleymir þú þér og finnur að þú hefur ánægju og góða stjórn á því sem þú ert að gera? Gerðu meira af því og vertu enn betri.

    1. febrúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti