Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
Flæktu ekki líf þitt að óþörfu Sönn hamingja felst í því að einfalda líf sitt. Að einbeita sér að þörfum sínum umfram langanir – forgangsraða. Mikilvægt er að þekkja hvaða aðstæður valda streitu og vanlíðan og forðast þær. Áhyggjur yfir því ókomna hjálpa ekki, nema síður sé. Gott er að þjálfa sig í því að útiloka neikvæð áhrif frá umhverfinu, einfalda líf sitt og velja sér þá þætti tilverunnar sem brugðist er við og njóta þess að þurfa ekki að bregðast við öllu því sem tilveran færir okkur.
13. febrúar, 2023
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14