Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
Því betur sem við undirbúum okkur fyrir langhlaupið sem lífið er, því minni hætta er á að við ofkeyrum okkur. Þess vegna er mikilvægt að byggja sig upp, bæði andlega og líkamlega. En í hverju felst velgengni hlaupsins? Er það hversu hratt við hlaupum, hversu vel við hlaupum eða hversu margir horfa á okkur hlaupa? Klappa fyrir okkur? Elska okkur? Hver er þess umkominn að ákveða í hverju árangurinn af hlaupinu felst? Ættum við ekki að fá að ráða ferðinni og muna að hlaupið, lífið, er sameiginleg vegferð okkar allra, og sá fyrsti sem kemur í mark vinnur ekki endilega. Sigurinn felst í því hvað þú gerðir á ferðalaginu.
14. febrúar, 2023
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14