G Vítamín
Geðhjálp

Það er með ólíkindum hverju þú getur áorkað í þessu lífi, ef þér stendur á sama um það hver fær heiðurinn. Það að hverfa frá sjálfinu í stað þess að upphefja það, er ævilangt verkefni auðmýktar og lítillætis. Æfðu þig í að sækjast ekki eftir viðurkenningu fyrir það sem þú gerir fyrir aðra. Einsettu þér að vinna reglulega leynilegt góðverk fyrir aðra og halda gleðinni fyrir þig. Það að starfa án strits og krefjast ekki umbunar, sýnir að þú ert á þroskabraut.