Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Gleymdu þér
Það er mikilvægt fyrir lífshamingjuna að gleyma sér reglulega, hafa einhverja ástríðu fyrir því sem við erum að gera því þá upplifum við slökun og tengingu við okkur sjálf. Hugsaðu um alla vini þína, kunningja, vinnufélaga og fjölskyldumeðlimi. Hverjir sýna þér mestan áhuga? Með hverjum líður þér best? Hvar er mesti hláturinn? Með hverjum slakar þú mest á? Leggðu áherslu á að rækta samband við þá sem auka orkubirgðir þínar. Hittir þú fólk á hverjum degi sem nærir þig? Það verður að rækta vina- og fjölskyldusambönd, þau verða ekki til af sjálfu sér.
3. febrúar, 2023
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14