G Vítamín
Geðhjálp

Eldra fólk, sem státar af hamingjuríku lífshlaupi, nefnir ósjaldan þegar það er spurt um leyndardóma lífsins, að það hafi aldrei hætt að læra, sé forvitið og finni alltaf eitthvað í nánasta umhverfi sem kemur á óvart. Þetta viðhorf er til eftirbreytni og mikilvægt að festast ekki í fjötrum vanans. Við verðum aldrei of gömul fyrir neitt, allra síst okkar villtustu drauma. Það er lífstíðarverkefni að kynnast sjálfum/sjálfri sér og eigin viðbrögðum.