G Vítamín
Geðhjálp

Það skiptir máli fyrir lífsgæði hverrar manneskju að taka sjálfa sig ekki of alvarlega. Aðrir hugsa ekki stöðugt um þig, þú ert hluti af umhverfinu, umhverfið er ekki hluti af þér. Húmor leikur stórt hlutverk í hamingjuleitinni og andlegu jafnvægi. Það má alltaf nýta sér hann til að létta á spennu og streitu. Það er gott að hlæja. Hvort sem þú hlærð að einhverju í alvörunni eða gerir þér upp hlátur, hefur það sömu áhrif á varnarkerfi líkamans. Góður hlátur losar um spennu og gefur um leið aukinn kraft. Leyfðu þér að skella upp úr með samferðarfólki og finndu hvernig það styrkir öll tengsl.