G Vítamín
Geðhjálp

Við lítum oft á fólk, staði, heilsu, hversdagsleikann og lífið sjálft sem sjálfsagðan hlut. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á mikilvægi þess. Mundu að láta vini þína vita hvað þú metur þá mikils, foreldra þína, börn og gæludýr – já, allan þann kærleika sem er í lífinu í kringum þig. Ekkert af þessu er sjálfsagt og þess vegna ættum við á hverjum degi að lofa og hlúa að því sem skiptir okkur máli.