Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Hlúum að því sem okkur þykir vænt um
Við lítum oft á fólk, staði, heilsu, hversdagsleikann og lífið sjálft sem sjálfsagðan hlut. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á mikilvægi þess. Mundu að láta vini þína vita hvað þú metur þá mikils, foreldra þína, börn og gæludýr – já, allan þann kærleika sem er í lífinu í kringum þig. Ekkert af þessu er sjálfsagt og þess vegna ættum við á hverjum degi að lofa og hlúa að því sem skiptir okkur máli.
17. febrúar, 2025
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14