Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Hvíldu skjáinn í hálftíma fyrir svefn
Tilvera okkar er orðin afar rafmögnuð. Aðgengi okkar að upplýsingum í gegnum rafmagnaða skjái og allt að því áráttukennd „þörf“ okkar fyrir þær upplýsingar sem þeir hafa upp á að bjóða hefur áhrif á líðan okkar. Það þarf ekki vísindalegar rannsóknir til að segja okkur að „skjálífið“ sé ósvífinn svefnspillir. Þá er ekki annað til ráða fyrir okkur en að sniðganga tækið í smástund áður en við förum að sofa. Góð bók svíkur engan. Í versta falli svæfir hún og þá er takmarkinu náð. Góða nótt, góða bók.
30. janúar, 2023
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14