G vítamín dropar

4.500 kr.

Við vitum öll að það er hollt að hreyfa sig reglulega og taka vítamín daglega. En það gleymist gjarnan að rækta og vernda geðheilsu okkar.

Geðhjálp býður því upp á G vítamín dropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt

Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins, dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu.

Þeir sem kaupa G vítamín hafa möguleika á að vinna veglega vinninga.

Allur ágóði af G vítamín dropunum mun renna í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum.

Nánari upplýsingar gefur Geðhjálp í síma 570 1700 eða á gedhjalp@gedhjalp.is.

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti