Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Láttu þig langa í það sem þú hefur

    Rannsóknir sýna að þegar fólk leggur meðvitað aukna áherslu á að vera þakklátt fyrir það sem það hefur, þá verður það hamingjusamara. Þetta er eitt dæmi þess hvernig sönn hamingja felst í því að einfalda líf sitt. Gott er að taka reglulega eftir því sem þú hefur og vera þakklát(ur) og enn betra er að tjá það á einhvern hátt. Neyslusamfélög eru þannig uppbyggð að það er einblínt á það sem ekki er til staðar eða það sem þér finnst vanta. Oft er talað um að markaðurinn ali á stöðugri ófullnægju og óánægju með okkur sjálf, líf okkar og líkama. Að mörgu leyti mótast afstaða okkar út frá þroska og þeim gildum sem skipta okkur máli. Virði. Hvers virði erum við? Mótast virðið af manngildi eða efnisgildi? Erum við dottin í þá gryfju að skilgreina hver við erum sem manneskjur eftir þeim hlutum sem við eigum?

    31. janúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti