Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Lítum á mistök okkar sem reynslu
Það er gæfa fólgin í því að líta á mistök sín sem tækifæri til betra lífs. Mistök geta verið örvandi fyrir hvers kyns framfarir og persónuþroska. Það þjónar engum tilgangi að velta sér sakbitin(n) yfir liðinni tíð, heldur er réttara að líta svo á að hið liðna hafi gert okkur sterkari og betri. Bestu kokkarnir eru iðulega þeir sem gert hafa mistök í eldhúsinu.
11. febrúar, 2025
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14