Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Mundu að brosa
Húmorinn hjálpar okkur að sjá okkur sjálf og aðra í öðru og léttara ljósi, hjálpar okkur að finna sátt gagnvart því sem við stjórnum ekki. Reyndu að breyta pirringi í léttleika með því að nota húmorinn. Þegar þú finnur að streita eða kvíði er að hellast yfir þig, skaltu prófa að brosa í kampinn, ekki allan hringinn, en nóg til að varirnar rétt bregði sér upp á við. Ef þú vilt bæta sjálfstraustið, skaltu æfa þig í að hlæja að mistökum þínum og göllum. Þannig kemur þú í veg fyrir neikvæðar hugsanir. Ef þú temur þér að brosa að sjálfum/sjálfri þér reglulega muntu eiga auðveldara með að tileinka þér umburðarlyndi gagnvart sjálfum/sjálfri þér og öðrum.
16. febrúar, 2023
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14