G Vítamín
Geðhjálp

Hugsjónir dagsins í dag geta orðið raunveruleiki morgundagsins, sama hvað hver segir. Þær þurfa ekki að vera mikilfenglegar. Einföld markmið eða ásetningur endurspegla einlægan vilja til breytinga. Ef það er eitthvað sem þig langar að gera, eitthvað sem þig langar að breyta, settu þér þá tímamörk og sýndu staðfestu og þolinmæði við að ná settu marki. Með því að setja markmið þín á blað, hlutgera þau, ertu búin(n) að stíga fyrsta skrefið.