Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Setjum okkur raunhæf markmið

    Hugsjónir dagsins í dag geta orðið raunveruleiki morgundagsins, sama hvað hver segir. Þær þurfa ekki að vera mikilfenglegar. Einföld markmið eða ásetningur endurspegla einlægan vilja til breytinga. Ef það er eitthvað sem þig langar að gera, eitthvað sem þig langar að breyta, settu þér þá tímamörk og sýndu staðfestu og þolinmæði við að ná settu marki. Með því að setja markmið þín á blað, hlutgera þau, ertu búin(n) að stíga fyrsta skrefið.

    5. febrúar, 2025

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti

G vítamín