G Vítamín
Geðhjálp

Sjálfsvirðing er eitt það mikilvægasta sem við lærum í lífinu. Hún er forsenda þess að við finnum hamingjuna og jafnvægi á milli okkar sjálfra og annarra. Sterk sjálfsmynd geymir þá staðföstu trú að við séum mikils virði og eigum allt gott skilið. Að við séum nóg. Við skiljum takmarkanir okkar og kunnum að nota hæfileika okkar. Þar skiptir mestu máli að geta sett öðrum heilbrigð mörk. Það er bjargráð að geta sýnt sjálfum/sjálfri sér samkennd og hlýju, einkum þegar við festumst í hugsunum um brostnar væntingar. Sársauki verður alltaf hluti af lífinu en ef við sýnum skilning og hlýju, getum við komið í veg fyrir að sársauki verði að langtímaþjáningu. Hver einstaklingur hefur til að bera sérstaka blöndu af hæfileikum og styrkleikum sem gera hann einstakan. Mikilvægast er að vita af styrkleikum sínum, skilja hvaðan þeir koma og nota þá.