Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Þökkum fyrir daginn að kvöldi

    Stundum er afrek að komast í gegnum langa daga. Sestu niður að kvöldi hvers dags og farðu yfir alla atburði hans, samskipti, hugsanir og líðan og leitastu við að upplifa þakklæti fyrir daginn. Vertu þakklát(ur) fyrir allar vökustundir dagsins – hvort sem þær færðu þér vellíðan eða vanlíðan og dragðu af þeim þakkláta niðurstöðu sem færir þig nær sátt. Sátt við lífið. Vertu svo viðbúin(n) að mæta nýjum degi sem færir þér ný tækifæri og áskoranir til framfara sem manneskja.

    2. febrúar, 2025

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti

G vítamín