G Vítamín
Geðhjálp

Íslendingar búa í nánum tengslum við náttúruna. Í náttúrunni býr heilandi afl. Hún færir okkur ró, styrk, kraft, frið, sátt, breytileika og jafnvægi. Fyrir okkur Íslendinga er náttúran alltaf til staðar, hvar sem við búum. Finndu þína staði, bæði þá sem stutt er að sækja og þá sem krefjast lengra ferðalags. Ef þú kemst ekki út í náttúruna eins reglulega og þú vildir, finndu hana þá heima fyrir (kvikmyndir, tónlist, útsýnið úr stofunni …). Njóttu hverrar árstíðar. Semdu frið við veturinn, snjóinn, myrkrið, rigninguna og hálkuna.