Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Upplifðu náttúruna

    Íslendingar búa í nánum tengslum við náttúruna. Í náttúrunni býr heilandi afl. Hún færir okkur ró, styrk, kraft, frið, sátt, breytileika og jafnvægi. Fyrir okkur Íslendinga er náttúran alltaf til staðar, hvar sem við búum. Finndu þína staði, bæði þá sem stutt er að sækja og þá sem krefjast lengra ferðalags. Ef þú kemst ekki út í náttúruna eins reglulega og þú vildir, finndu hana þá heima fyrir (kvikmyndir, tónlist, útsýnið úr stofunni …). Njóttu hverrar árstíðar. Semdu frið við veturinn, snjóinn, myrkrið, rigninguna og hálkuna.

    8. febrúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti