Upplifðu náttúruna


Á miðvikudögum á þorranum færum við ykkur aukaskammt af G-vítamíni. Wappið er fyrsti skammtur en hann dugir reyndar alveg fram að góu! Upplifðu náttúruna í hvaða veðri sem er og gerðu það með öruggum hætti með Wappinu. Komdu í gönguferð með Wappinu og þú upplifir ævintýri um leið og þú fræðist um umhverfið og lest sögur sem tengjast því. Leiðirnar eru fjölbreyttar og reynslan verður skemmtilegri og innihaldsríkari. Þetta snýst ekki bara um að komast á leiðarenda heldur að njóta ferðarinnar enn þá betur. Prófaðu nýjar, fjölbreyttar slóðir og hafðu öryggið í farteskinu. Þú sækir Wappið á App Store og Google Play og það er endurgjaldslaust.

Wapp-Walking app hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Leiðarlýsingarnar notast við kortagrunn Samsýnar og þeim hlaðið fyrirfram inn í símann og svo notaðar án gagnasambands (offline).

Ljósmyndir eru í öllum leiðarlýsingum og er þar einnig að finna upplýsingar um árstíðabundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni og ef ástæða er til að benda á hættur eða önnur varúðarsjónarmið á leiðunum.

Upplýsingapunktar koma fram á hverri leið sem er merkt sem leiðsögn og vísa í lífríki, jarðfræði, örnefni eða annað sögulegt sem tengist umhverfinu. Leiðarlýsingar sem eru merktar sem hreyfing innihalda ekki upplýsingapunkta. Leiðarlýsingarnar eru ýmist í boði styrktaraðila eða þær seldar notendum á vægu verði.


Geðhjálp