Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Vertu til staðar

    Of mikil orka fer í að hugsa um fortíðina eða hafa áhyggjur af framtíðinni. Það skapar oft streitu og kvíða. Börn fæðast með þann hæfileika að lifa í núinu. Þegar angist unglingsáranna bankar upp á missa margir af núinu og brátt verður það að vana. Oft á dag gleymum við okkur – hverfum inn í framtíð eða fortíð. Besta leiðin til að vera tengd(ur), er að vera til staðar. Þegar þú ert til staðar, er lífið einfaldara. Það má líkja huganum við flugmóðurskip þar sem flugvélar eru hugsanirnar. Þegar flugvélar eru stöðugt að hefja sig til flugs og lenda og hugsanahríðin er þétt, er erfitt að vera til staðar og streita og kvíði eiga þá greiðan aðgang að þér. Æðruleysisbænin og þau skilaboð sem í henni felast eiga hér vel við.

    24. janúar, 2023

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti