Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt.

Geðhjálp býður því upp á skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu og í völdum dagatölum leynast geðræktandi vinningar.

Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og auka skilning á geðheilsu og geðrænum vanda.

Markmiðið dagatalsins er að efla geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við öflugra ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu.

Dagatalið fæst í völdum verslunum Krónunnar um land allt

Daglega birtast góð ráð á gvitamin.is, Facebook og Instagram.

G vítamín dagatalið

Þau sem vilja styrkja Geðhjálp geta lagt það sem þau vilja inn á styrktarreikning 0516-26-2648, kennitölu 531180-0469. Einnig er hægt að smella hér til að styrkja í gegnum netið

 

Öll framlög renna óskipt í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og skilning á málaflokknum.

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti

G vítamín