Þakklætishugleiðsla Aprílar

G vítamínglaðningur aprílmánaðar er þakklætishugleiðsla í boði Aprílar og Sóla jógastúdíós.

Skráðu þig hér til að fá hugleiðsluna senda í tölvupósti.

    Apríl

    Apríl er jóga-og hugleiðslukennari, mannfræðingur, doula og verslunareigandi sem býr á Balí ásamt fjölskyldu sinni. Hún glímdi lengi við sjálfskaða og þunglyndi. Hún náði botninum árið 2013 og ákvað þá að setja geðheilsuna í fyrsta sæti.

         „G vítamínin mín eru möntrur, tónlist og bænir. Ég þarf stanslaust að kyrja fyrir sjálfa mig góðum staðhæfingum og lyfta orkunni minni með bænum sem hjálpa mér að elska mig. Ég trúði því svo lengi að ég ætti ekkert gott skilið en þegar ég fattaði að þetta voru „bara“ hugsanir þá hlyti ég að geta hugsað öðruvísi hugsanir líka.

         Eftir að ég lærði um mátt þakklætisbæna hef ég umturnað lífinu mínu. Lífið er ekki endilega auðveldara - ég er bara betri í því. Ég er með tól sem ég vel að nota og veit að virkar. Ég vona að þetta tól muni hjálpa þér líka.“

    Geðhjálp