G Vítamín
Geðhjálp

Við ættum að þekkja það sem við eigum sameiginlegt með öðrum áður en við greinum það sem skilur okkur frá þeim. Veruleiki annarra hefur áhrif á veruleika þinn. Ef mennirnir eru sandkorn, þá endurspeglast kraftaverk tilvistar okkar í spurningunni um það að hve miklu leyti við viljum upplifa okkur sem sandkorn og að hve miklu leyti sem eyðimörk. Margir vilja meina að maðurinn eigi að fórna sjálfinu til að vera eyðimörk. Það er að segja, sækjast ekki eftir ytri viðurkenningu, sjálfinu til upphafningar, heldur finna innri kjölfestu í kærleika sem gagnast öllu samfélaginu.