Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.

  • Hugsum jákvætt, það er léttara

    Jákvæðni er undirstaða vellíðanar því án jákvæðra hugsana er vellíðan í lágmarki. Því má halda fram að jákvæðni sé lykillinn að hamingjuríku lífi og velgengni. Það er hægt að hafa áhrif á líðan með hugarfarinu. Ef við temjum okkur að hugsa jákvætt, verða samskipti okkar við annað fólk betri. Jákvæð hugsun og afstaða mótar öll okkar samskipti og það sem þau leiða af sér. Jákvæð hugsun er afar mikilvæg fyrir heildina. Jákvæðni er hugrökk ákvörðun, sem vitaskuld er ekki alltaf möguleg, en viðleitnin skilar von og von er súrefni allra samfélaga.

    24. janúar, 2025

G vítamín ilmdropar

Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

G vítamín hollráð

G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Fáðu sendan daglegan G vítamínskammt í tölvupósti

G vítamín