G Vítamín
Geðhjálp

Jákvæðni er undirstaða vellíðanar því án jákvæðra hugsana er vellíðan í lágmarki. Því má halda fram að jákvæðni sé lykillinn að hamingjuríku lífi og velgengni. Það er hægt að hafa áhrif á líðan með hugarfarinu. Ef við temjum okkur að hugsa jákvætt, verða samskipti okkar við annað fólk betri. Jákvæð hugsun og afstaða mótar öll okkar samskipti og það sem þau leiða af sér. Jákvæð hugsun er afar mikilvæg fyrir heildina. Jákvæðni er hugrökk ákvörðun, sem vitaskuld er ekki alltaf möguleg, en viðleitnin skilar von og von er súrefni allra samfélaga.