Ræktaðu geðið og styrktu Geðhjálp
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín.
Prófum eitthvað nýtt
Við vöxum, styrkjumst og eflumst mest í nýjum aðstæðum en þær þurfa alls ekki að vera framandi eða flóknar til að bera ávöxt. Það er nóg að ákveða að smakka nýjan mat, lesa eitthvað utan eigin áhugasviðs eða kynnast fólki sem þú telur þig ekki eiga samleið með. Segðu já við skrýtinni tillögu, taktu áhættu, prófaðu eitthvað nýtt – það er óhætt að laumast út fyrir þægindahringinn og upplifa eitthvað óvænt.
30. janúar, 2025
G vítamín hollráð
G vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14